FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Nýsprautun og Bílakjarninn buðu viðskiptavinum í jólastund þann 1. desember s.l. og kynntu þar m.a. nýja rafbíla frá Volkswagen. Boðið var upp léttar veitingar og ljúfa tóna en það voru þeir Elmar Þór Hauksson sem söng og Arnór Vilbergsson sem lék undir á hljómborð. Víkurfréttir mættu að sjálfsögðu á staðinn og hér má lesa frétt þeirra og skoða fleiri myndir .
Nýsprautun er samstarfsaðili Heklu
Í nóvember 2019 hóf Nýsprautun samstarf við Heklu hf og keypti glæsileg húsakynni þeirra í Reykjanesbæ sem hýsa bílasölu með stórum sýningarsal og þjónustuverkstæði. Bílasalan verður undir nafninu Bílakjarninn en Nýsprautun mun sinna verkstæðisþjónustunni á vörumerkjum Heklu ásamt öllum öðrum vörumerkjum.